• þri. 10. júl. 2012
  • Dómaramál

Mikið að gera hjá dómurum

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Íslenskir dómarar fara mikinn þessa dagana á erlendri grundu en margir eru við störf þessa dagana. 

Birna Bergstað Þórmundsdóttir og Bríet Bragadóttir eru að dæma á Opna Norðurlandamótinu hjá U16 kvenna sem fram fer í Noregi þessa dagana.  Þá er Jóhann Gunnar Guðmundsson aðstoðardómari í úrslitakeppni U19 karla sem fram fer í Eistlandi.

Í dag, þriðjudaginn 10. júlí mun Þorvaldur Árnason dæma leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA. Leikið verður í San Marínó og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Fjórði dómari verður svo Erlendur Eiríksson.

Þá mun Þóroddur Hjaltalín dæma viðureign welska liðsins Llanelli AFC og KuPS Kuopio frá Finnlandi. Leikurinn, sem fram fer í Llanelli í Wales, er í forkeppni Evrópudeildar UEFA og fer fram fimmtudaginn 12. júli.  Aðstoðardómarar verða þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Áskell Þór Gíslason, og fjórði dómari verður Magnús Þórisson.

Alls eru 11 íslenskir dómarar að dæma erlendis þessa dagana og líklega bætist við þann hóp á næstu dögum.