• mið. 04. júl. 2012
  • Landslið

Karlalandsliðið upp um tvö sæti á FIFA-listanum

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið
fifaworldranking2008

A landslið karla er í 129. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hækkar um tvö sæti frá því í síðasta mánuði.  Evrópuþjóðir eru áberandi í efstu sætum listans og eru 8 af 10 efstu þjóðunum aðilar að UEFA, hinar tvær þjóðirnar eru Suður-amerískar.  Nýkrýndir heimsmeistarar Spánverja tróna á toppnum.  Ef einungis UEFA-þjóðir eru teknar með í reikninginn er Ísland í 46. sæti af 53 þjóðum.

Næstu mótherjar Íslendinga eru Færeyingar, sem eru í 51. sæti af Evrópuþjóðunum, en þessi lið mætast í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í ágúst.

Staða þeirra þjóða sem eru með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014 er þannig:

  • Sviss – 14. sæti í Evrópu
  • Noregur – 15. sæti í Evrópu
  • Slóvenía – 20. sæti í Evrópu
  • Albanía – 35. sæti í Evrópu
  • Kýpur – 45. sæti í Evrópu