Íslendingar í eftirlitsstörfum fyrir UEFA
Fjölmargir leikir eru framundan í Evrópudeild og Meistaradeild UEFA og verða íslenskir dómaraeftirlitsmenn og eftrlitsmenn virkir þátttakendur. Þrír Íslendingar verða við störf á þessum leikjum og eru þeir listaðir upp hér að neðan.
- Eyjólfur Ólafsson verður dómaraeftirlitsmaður á viðureign NK Olimpija Ljubljana frá Slóveníu og AS Jeunesse Esch frá Luxemborg, en liðin mætast á Stozice leikvanginum í Ljublana 5. júlí.
- Þann 12. júní mætast finnska liðið Myllykosken Pallo-47 og Cefn Druids frá Wales á heimavelli fyrrnefnda liðsins í Lahti. Dómara eftirlitsmaður verður Sigurður Hannesson.
- Þá verður Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, eftirlitsmaður UEFA í Þrándheimi á viðureign Rosenborg BK og Crusaders FC frá Norður-Írlandi þann 12. júlí (breyting).
Á leikdögunum í þessum mótum í seinni hluta júlí verða einnig Íslendingar við eftirlitsstörf og verða þeirra leikir kynntir síðar.