• fim. 28. jún. 2012
  • Dómaramál

Jóhann Gunnar aðstoðardómari í úrslitakeppni EM U19 karla

Jóhann Gunnar Guðmundsson
Johann_Gunnar_Gudmundson_2008

Jóhann Gunnar Guðmundsson hefur verið tilnefndur af UEFA sem einn af átta aðstoðardómurum í úrslitakeppni EM U19 landsliða karla, sem fram fer í Eistlandi dagana 3. til 15. júlí.  Í úrslitakeppninni leika 8 lið í tveimur riðlum.  Tvö efstu lið hvors riðils um sig komast í undanúrslit.  Af þeim átta liðum sem eru í úrslitakeppninni í ár koma sex úr sunnanverðri Evrópu (Spánn, Portúgal, Grikkland, Frakkland, Serbía og Króatía) auk Englands og gestgjafanna.

Jóhann Gunnar, sem er 34 ára gamall, hefur verið FIFA-aðstoðardómari síðan 2008.