• mið. 27. jún. 2012
  • Dómaramál

Þorvaldur dæmir í Meistaradeild UEFA

Þorvaldur Árnason
Þorvaldur Árnason 2008

Þorvaldur Árnason mun dæma seinni leik SP Tre Penne frá San Marínó og F91 Dudelange frá Luxemborg en leikurinn er í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar UEFA.  Leikið verður í San Marínó og Þorvaldi til aðstoðar verða þeir Gunnar Sverrir Gunnarsson og Frosti Viðar Gunnarsson.  Fjórði dómari verður svo Erlendur Eiríksson.

Leikið verður í Serravalle og fer leikurinn fram þriðjudaginn 10. júlí.