• mið. 27. jún. 2012
  • Dómaramál

Frá dómaranefnd - Um túlkun á ákvæði 12. greinar

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

 

Borið hefur á misskilningi um túlkun eftirfarandi ákvæðis 12. greinar knattspyrnulaganna þar sem segir m.a:
"Óbein aukaspyrna er dæmd liði mótherjanna ef markvörður fremur eitthvert eftirfarandi fjögurra leikbrota innan eigin vitateigs:
……
snertir knöttinn með höndunum eftir að samherji hefur spyrnt knettinum viljandi til hans."

Að gefnu tilefni skal áréttað varðandi þetta ákvæði laganna að leikmaður telst einungis "spyrna" knettinum sé snertingin við knöttinn með fæti leikmannsins (þ.e. frá ökkla og niður).

Það telst sem sagt ekki leikbrot ef leikmaður sendir knöttinn til eigin markvarðar með skalla, hné, brjósti, legg o.s.frv.

Til frekari áréttingar skal á það bent að í enskri tungu getur orðið "kick", sem notað er í þessu ákvæði í ensku útgáfu laganna, einungis átt við um "spyrnu með fæti".