Guðni og konurnar
Eins og vonandi flestum er kunnugt þá var kvenréttindadagurinn í gær, 19. júní, en þá voru 97 ár síðan að konur fengu kosningarétt til Alþingis. Fyrst um sinn var þessi kosningaréttur einungis fyrir konur 40 ára og eldri en það aldursákvæði var afnumið þremur árum síðar.
Þessi kvenréttindadagur var ofarlega í huga Guðna Kjartanssonar, aðstoðarlandsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, sem er staddur í Búlgaríu þessa dagana þar sem liðið undirbýr sig fyrir leik gegn heimastúlkum. Kom hann færandi hendi með bleikar rósir og afhenti hverju herbergi, sem tveir leikmenn deilda saman, rós sem og öllum konum í þjálfarateymi og fararstjórn.
Eins og nærri má geta vakti þetta mikla lukku í hópnum enda Guðni Kjartansson maður með mikla reynslu og veit hvað skiptir máli í boltanum.