• mán. 18. jún. 2012
  • Landslið

A kvenna - Stelpurnar farnar til Búlgaríu

Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum
Byrjunarlidid-gegn-Ungverjum

Kvennalandsliðið hélt í morgun til Búlgaríu þar sem leikið verður við heimastúlkur í undankeppni EM á fimmtudaginn.  Leikið verður í Lovech í Búlgaríu og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Það voru 18 leikmenn sem héldu til Búlgaríu, þeir sömu og voru á leikskýrslu í sigurleiknum gegn Ungverjalandi síðastliðinn laugardag.  Íslenska liðið er í efsta sæti riðilsins, einu stigi á undan Norðmönnum og tveimur á undan Belgum.  Norðmenn leika einnig á fimmtudaginn, leika þá á heimavelli gegn Norður Írum.

Skýrslan gegn Ungverjum