Fyrri sumarfundur Pepsídeildardómara
Fyrri sumarfundur landsdómara var haldinn í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Eins og undanfarin ár var fundurinn nýttur til þess að fara yfir ýmis atvik úr leikjum, skoða það sem vel var gert og það sem betur má fara.
Þessi fundur er hluti af þeirri vinnu sem Dómaranefnd KSÍ stendur fyrir vegna Dómarasáttmála UEFA en með aðild að honum skuldbindur KSÍ til þess að vinna eftir gæðakerfi UEFA er snýr að dómaramálum. Í því felst m.a. menntun dómara á öllum stigum, nýliðun dómara, umgjörð dómara og þjálfun þeirra dómara sem lengra eru komnir.