• fim. 14. jún. 2012
  • Landslið

Ísland - Ungverjaland - Frítt inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja

Við erum öll í íslenska landsliðinu!
ahorfendur-10

Frítt verður inn fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja á landsleik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM kvenna.  Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00.  Með því að framvísa viðeigandi skírteinum geta ellilífeyrisþegar og öryrkjar komist frítt inn.

Einnig er frítt inn fyrir börn, 16 ára og yngri, en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna.  Miðasala er nú í gangi á http://www.midi.is/ en einnig verður miðasala á Laugardalsvelli á leikdag og opnar kl. 14:30.

Handhafar A skírteina frá KSÍ þurfa ekki að sækja miða á leikinn heldur geta þeir framvísað skírteinum við innganginn.