• mið. 13. jún. 2012
  • Landslið

Tap gegn Norðmönnum í Drammen

EM U21 landsliða karla
Under-21New

U21 landslið karla tapaði í gær gegn Norðmönnum, en liðin mættust á Marienlyst Stadion í Drammen. 

Fyrsta mark leiksins kom eftir stundarfjórðung og var það þrumufleygur utan vítateigs, heimamenn komnir yfir.  Íslendingar jöfnuðu um 10 mínútum síðar og var þar að verki Rúnar Már Sigurjónsson, sem setti boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal. 

Norska liðið sótti mun meira í leiknum og þá sérstaklega í seinni hálfleik.  Sigurmarkið kom þegar aðeins um 5 mínútur voru eftir af leiknum.

Norðmenn eru nú í harðri baráttu við Englendinga um toppsæti riðilsins.  Bæði lið eiga tvo leiki etir, og þar af mætast þau einmitt í lokaumferðinni.  Ísland er á botni riðilsins með 3 stig og getur ekki náð Aserbaídsjan, sem er í næsta sæti fyrir ofan.

Lokaleikur íslenska liðsins er útileikur gegn Belgum 10. september.