Ísland - Ungverjaland - Dómarar frá Rúmeníu
Það verða dómarar frá Rúmeníu sem verða við stjórnvölinn á leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EM. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní og hefst kl. 16:00.
Dómarinn heitir Cristina Dorcioman og er reynslumikill dómar, dæmdi t.d. leik Íslands og Noregs í úrslitakeppni EM í Finnlandi árið 2009. Henni til aðstoðar verða löndur hennar, Monica Rigo og Gabriela Dananae. Fjórði dómarinn er hinsvegar íslenskur, Birna H. Bergstað Þórmundsdóttir.