• mið. 13. jún. 2012
  • Landslið

A kvenna - Sandra María í hópinn

Sandra María Jessen
sandra-maria-jessen-KSI_2011_U17kv-00-026

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur gert breytingu á hópnum sem mætir Ungverjum í undankeppni EM á laugardaginn.  Sandra María Jessen úr Þór kemur inn í hópinn í stað liðsfélaga síns, Katrínar Ásbjörnsdóttur, sem er meidd.

Miðasala á leikinn er hafin á http://www.midi.is/. Miðaverð á leikinn er 1.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn, 16 ára og yngri.