• fim. 07. jún. 2012
  • Landslið

A kvenna - Hópurinn fyrir leiki gegn Ungverjum og Búlgörum valinn

31a6e874-5f23-4cd0-a152-90fbe896f949_L
31a6e874-5f23-4cd0-a152-90fbe896f949_L

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 22 leikmenn í landsliðshóp sinn er mætir Ungverjum og Búlgörum síðar í þessum mánuði.  Leikið verður við Ungverja á Laugardalsvelli, laugardaginn 16. júní en við Búlgari í Lovech, fimmtudaginn 21. júní.

Þrír nýliðar eru í þessum hópi, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir úr Stjörnunni, Elín Metta Jensen úr Val og Katrín Ásbjörnsdóttir úr Þór/KA.

Baráttan er gríðarlega hörð í riðlinum en íslenska liðið er sem stendur í öðru sæti á eftir Belgum.  Íslenska liðið hefur hinsvegar tapað fæstum stigum allra í riðlinum.  Ungverjar eru í næstneðsta sæti riðilsins með 7 stig en íslenska liðið vann nauman sigur í fyrri leik þjóðanna í Ungverjalandi, 0 -1.  Búlgarir eru hinsvegar í neðsta sæti riðilsins, eru án stiga en stelpurnar lögðu þær hér á Laugardalsvelli í maí á síðasta ári, 6 - 0.

Hópurinn

Riðillinn