• mið. 30. maí 2012
  • Landslið

Ísland mætir Svíþjóð í kvöld

Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð
035

Karlalandsliðið leikur í kvöld vináttulandsleik gegn Svíum og verður leikið á Gamla Ullevi vellinum í Gautaborg.  Leikurinn hefst kl. 18:15 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl. 18:05.

Þetta er annar vináttulandsleikur liðsins á fjórum dögum en liðið tapaði naumlega gegn Frökkum á sunnudaginn, 3 - 2. 

Mikill áhugi er fyrir leiknum í Svíþjóð, ekki síst fyrir þær sakir að Lars Lagerbäck mætir þar gömlu lærisveinum sínum en Svíar undirbúa sig nú af krafti fyrir úrslitakeppni EM líkt og Frakkar.

Leikirnir við Svía hafa verið 14 talsins. Ísland hefur tvisvar farið með sigur af hólmi, tvisvar hefur verið jafntefli og Svíar hafa sigrað tíu sinnum.