• sun. 27. maí 2012
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands í Valenciennes

A landslið karla
ksi-Akarla

 

Byrjunarlið Íslands í vináttuleiknum gegn Frökkum á Stade de Hainaut leikvanginum í Valenciennes hefur verið opinberað.  Það þarf ekki að koma á óvart að Lars Lagerbäck, þjálfari A landsliðs karla, stilli upp í leikkerfið 4-4-2, enda hefur hann gefið það út að í grunninn sé það sú leikaðferð sem hann vilji helst alltaf leika, þó hann segist auðvitað stundum vinna með ólíkar útfærslur af því kerfi.

Mikil áhersla er lögð á að verjast vel, en sækja við hvert tækifæri sem gefst.  Farið hefur verið ítarlega yfir færslur á liðinu í vörn sem sókn og föst leikatriði hafa verið tekin vel fyrir á liðsfundum og æfingum.

Byrjunarlið Íslands gegn Frakklandi (4-4-2):

Markvörður

Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður

Hallgrímur Jónasson

Vinstri bakvörður

Hjörtur Logi Valgarðsson

Miðverðir

Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason

Hægri kantur

Rúrik Gíslason

Vinstri kantur

Gylfi Þór Sigurðsson

Miðtengiliðir

Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Eggert Gunnþór Jónsson

Framherjar

Birkir Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson

Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði í dag og Hallgrímur Jónasson er varafyrirliði.  Lars tók þó fram sjálfur á fundi með leikmönnum að engin endanleg ákvörðun hafi enn verið tekin með fyrirliðastöðuna, hann hafi óskað eftir því við þessa leikmenn að þeir taki að sér þessi hlutverk í dag og það gerðu þeir með ánægju og stolti.