• fös. 25. maí 2012
  • Landslið

U21 karla - Hópurinn fyrir leiki gegn Aserum og Norðmönnum

Byrjunarlið U21 karla gegn Belgíu á Vodafonevellinum 1. september 2011
2011-U21-karla-Byrjunarlidid-gegn-Belgiu

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn sem mætir Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM.  Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Þrír leikmenn í hópnum hafa ekki áður leikið með U21 landsliðinu en 19 leikmenn eru í hópnum.

Íslendingar eru með þrjú stig eftir 5 leiki í riðlinum og eru í neðsta sæti á eftir Aserum sem hafa stigi meira eftir jafnmarga leiki.  Liðin mættust ytra 29. febrúar síðastliðinn og höfðu Aserar þá betur, 1 - 0.  Norðmenn eru með sjö stig eftir fjóra leiki og eru í þriðja sæti riðilsins.  Þeir fóru með sigur af hólmi þegar þjóðirnar mættust í sömu keppni á Kópavogsvelli á síðasta ári, 0 - 2.

Hópurinn

Riðillinn