Trúnaðarmenn landshluta – Atli Eðvaldsson ráðinn
Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að koma á fót verkefni á vegum KSÍ þar sem trúnaðarmenn eru ráðnir til landshlutanna. Miðar verkefnið að því að auka samskipti og samráð við þjálfara aðildarfélaga, færa þjónustu nær aðildarfélögum, meta efnilega leikmenn og fylgja eftir efnilegum leikmönnum í samráði við félögin. Nú hefur Atli Eðvaldsson verið ráðinn sem trúnaðarmaður Suð-Vesturlands.
Atli er öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnur en hann hefur síðustu misseri verið í Þýskalandi þar sem hann fékk UEFA Pro þjálfararéttindi. Áður höfðu Pétur Ólafsson verið ráðinn fyrir Norðurland og Eysteinn Húni Hauksson fyrir Austurland. Eyjólfur Sverrisson mun hafa yfirumsjón með verkefninu.