• mán. 14. maí 2012
  • Landslið

A karla - Hópurinn valinn fyrir leiki gegn Frökkum og Svíum

Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð
035

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, tilkynnti Lars Lagerbäck landsliðshópinn sem leikur tvo vináttulandsleiki síðar í mánuðinum.  Leikið verður gegn Frökkum sunnudaginn 27. maí og gegn Svíum miðvikudaginn 30. maí.

Alls eru 25 leikmenn valdir í hópinn og þar af eru tveir nýliðar, Hólmar Örn Eyjólfsson úr Bochum og markvörðurinn Ögmundur Kristinsson úr Fram.

Leikurinn við Frakka fer fram á á Stade du Hainaut í Valenciennes en leikurinn við Svía fer fram í Gautaborg, nánar tiltekið á Gamla Ullevi.  Frakkar og Svíar eru hlið við hlið á nýjasta styrkleikalista FIFA, Frakkar í 16. sæti og Svíar í 17. sæti.

Íslendingar og Frakkar hafa mæst 10 sinnum áður hjá A landsliðum karla.  Frakkar hafa farið með sigur sjö sinnum og þrisvar hafa leikar endað með jafntefli.  Leikirnir við Svía hafa hinsvegar verið 14 talsins.  Ísland hefur tvisvar farið með sigur af hólmi, tvisvar hefur verið jafntefli og Svíar hafa sigrað tíu sinnum.

Landsliðshópurinn

Mynd:  Frá blaðamannafundinum

Blaðamannafundur - A landslið karla gegn Frakklandi og Svíþjóð