• fim. 10. maí 2012
  • Landslið

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Georgíu

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

Strákarnir í U17 leika í dag lokaleik sinn í riðlakeppni úrslitakeppni EM sem fram fer í Slóveníu.  Leikið verður gegn Georgíu og með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í undanúrslitum.  Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn.

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson

Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson

Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason

Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, fyrirliði og Orri Sigurður Ómarsson

Tengiliðir: Sindri Björnsson og Emil Ásmundsson

Hægri kantur: Ævar Ingi Jóhannesson

Vinstri kantur:  Páll Olgeir Þorsteinsson

Sóknartengiliður: Oliver Sigurjónsson

Framherji: Kristján Flóki Finnbogason

Bæði liðin eiga möguleika á sæti í undanúrslitum með sigri en þurfa þá að treysta á að Frakkar vinni ekki Þjóðverja.  Það er því mikið undir í báðum leikjum riðilsins sem hefjast kl. 17:30 að íslenskum tíma.  Hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA