• þri. 08. maí 2012
  • Landslið

U17 karla - Þjóðverjar reyndust sterkari

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

Strákarnir í U17 töpuðu öðrum leik sínum í úrslitakeppni EM þegar þeir léku við Þjóðverja í Slóveníu.  Loktatölur urðu 1 - 0 fyrir Þjóðverja og kom eina mark leiksins í fyrri hálfleik.  Þjóðverjar voru sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn sanngjarn en með smá heppni hefði íslenska liðið getað lætt inn marki.

Þýska liðið stjórnaði leiknum frá upphafi og íslenska liðið var að mestu í varnarstöðu.  Strákarnir reyndu þó að blása til sóknar þegar færi gafst og sköpuðu sér tvö góð færi í seinni hálfleiknum sem ekki nýttust.  Þjóðverjar fengu líka sín færi í leiknum en markið varð aðeins eitt.

Þjóðverjar tryggðu sér með þessum sigri sæti í undanúrslitum en hin þrjú liðin eiga öll möguleika á því að fylgja þeim þangað en Frakkar og Georgía gerðu 1 - 1 jafntefli í hinum leik riðilsins.  Möguleikar íslenska liðsins felast í því að Ísland vinni Georgíu í síðasta leiknum og treysti á að Frakkar vinni ekki Þjóðverja.  Lokaumferðin fer fram á fimmtudaginn en í hinum riðlinum standa Holland og Pólland best að vígi fyrir lokaumferðina.

Staðan í riðlinum