• mán. 07. maí 2012
  • Landslið

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Þjóðverjum

UEFA EM U17 karla
U17_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

Strákarnir í U17 leika annan leik sinn í úrslitakeppni EM í dag þegar þeir mæta Þjóðverjum í Slóveníu.  Leikurinn hefst kl. 16:30 að íslenskum tíma og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Eurosport en margir Íslendingar hafa aðgang að þeirri stöð.  Einnig er hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið í dag og gerir hann eina breytingu frá liðinu sem gerði jafntefli 2 - 2 við Frakka.

Markvörður: Fannar Hafsteinsson

Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson

Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason

Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, fyrirliði og Orri Sigurður Ómarsson

Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson og Emil Ásmundsson

Hægri kantur: Daði Bergsson

Vinstri kantur: Ævar Ingi Jóhannesson

Sóknartengiliður: Gunnlaugur Birgisson

Framherji: Kristján Flóki Finnbogason

Þjóðverjar eru efstir í riðlinum eftir sigur á Georgíu í fyrsta leik en Ísland og Frakkar eru með eitt stig.  Efstu tvær þjóðirnar í riðlinum komast í undanúrslit en lokaleikirnir í riðlinum fara fram fimmtudaginn 10. maí.