• fös. 04. maí 2012
  • Landslið

U17 karla - Byrjunarliðið gegn Frökkum

U17-hopurinn-til-Sloveniu
U17-hopurinn-til-Sloveniu

Gunnar Guðmundsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Frökkum í kvöld.  Þetta er fyrsti leikur liðsins í úrslitakeppni EM hjá U17 karla en leikið er í Slóveníu.  Leikurinn hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður: Fannar Hafsteinsson

Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson

Vinstri bakvörður: Ósvald Jarl Traustason

Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, fyrirliði og Orri Sigurður Ómarsson

Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson og Emil Ásmundsson

Hægri kantur: Daði Bergsson

Vinstri kantur: Ævar Ingi Jóhannesson

Sóknartengiliður: Stefán Þór Pálsson

Framherji: Kristján Flóki Finnbogason

Það er komið að því!  Áfram Ísland!