• fim. 26. apr. 2012
  • Leyfiskerfi

Fundur með fjölmiðlafulltrúum félaga í Pepsi-deild

pepsi-deildin-100509_125
pepsi-deildin-100509_125

Fjölmiðlafulltrúar félaga í Pepsi-deild karla 2012 voru boðaðir til fundar í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag.  Þessi fundur var liður í því að aðstoða félögin sem undirgangast leyfiskerfið og tryggja að þau uppfylli skilyrði um hæfni starfsmanna sem bera ábyrgð á þjónustu við fjölmiðla og málum tengdum þeim.

Starf fjölmiðlafulltrúa á leikjum í Pepsi-deildinni verður sífellt mikilvægara með auknum fjölda miðla sem fjalla um deildina.  Því er afar mikilvægt að fjölmiðlafulltrúarnir séu vel undirbúnir undir þetta krefjandi starf og séu í stakk búnir til að takast á við verkefnið.

Á fundinum var farið var yfir öll helstu mál í leyfisreglugerð og Handbók leikja tengd fjölmiðlum, farið yfir hagnýt atriði, staðsetningar og tímasetningar og annað sem skiptir máli tengt þjónustu við fjölmiðla og aðstöðu þeirra á leikvöngunum. 

Neðangreindir fjölmiðlafulltrúar mættu á fundinn, auk framkvæmdastjóra FH og Stjörnunnar. 

Félag Fjölmiðlafulltrúi
FH Axel Guðmundsson
Fram Þórður Kristleifsson
Fylkir Kristján Gylfi Guðmundsson
ÍA Hróðmar Halldórsson
ÍBV Ólafur Björgvin Jóhannesson

 Rétt er að fram komi að fjölmiðlafulltrúar annarra félaga í Pepsi-deild karla uppfylla nú þegar þær kröfur sem til þeirra eru gerðar í leyfisreglugerð KSÍ.  Engu að síður verða þeir upplýstir um allt það sem fram fór á fundinum, áherslur og breytingar milli ára.