Þjálfaranámskeið í fjarnámi – Evaluating performance
KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA (League Managers Association) í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Þetta námskeið nefnist „Evaluating performance“ og er um hvernig við metum frammistöðu í knattspyrnu en þarna er að finna viðtöl við marga af fremstu þjálfurum Englands um þeirra skoðanir og reynslu í þessum efnum.
Síðan að þessu námskeið var hleypt af stokkunum, í janúar 2012, hafa yfir 150 þjálfarar skráð sig á þetta námskeið. Þar af eru yfir 50 þjálfarar úr ensku úrvalsdeildinni, ensku deildarkeppninni og þjálfarar úr bandarísku MLS deildinni.
Þeir sem skrá sig á námskeiðið fá í kaupbæti ókeypis aðgang að þjálfaraforritinu Statzpack (http://www.statzpack.com/) á meðan á námskeiðinu stendur en það forrit er að verðmæti 70 pund eða 14.000 krónur. Statzpack auðveldar þjálfurum m.a. að taka niður tölfræði á meðan á leik stendur og halda utan um upplýsingar um leikmenn. Allar nánari upplýsingar á http://www.statzpack.com/.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið við KSÍ B gráðuna (UEFA B gráðuna) að lágmarki til að komast inn á námskeiðið.
Námskeiðið telur sem 15 tímar í endurmenntun til að endurnýja KSÍ B og KSÍ A gráðuna. UEFA hefur veitt gæðastimpil sinn á þetta námskeið og námskeiðið er viðurkennt hjá Knattspyrnusamböndum Englands, Írlands, Skotlands og nú Íslands.
Verð 32.000 krónur.
Skráning er hafin hjá fræðsludeild KSÍ.
Best er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með nafni, kennitölu, gsm síma og netfangi. Þegar gengið hefur verið frá greiðslu upp á 32.000 krónur til KSÍ fær þjálfarinn sent notendanafn og lykilorð frá Sportspath.com og fær 6 mánaða aðgang til að klára námskeiðið.
Alls ætti að taka á milli 15 og 20 tíma að klára þetta námskeið en þjálfarinn hefur 6 mánuði til að klára námskeiðið.
Námskeiðið fer fram á ensku.