• mán. 23. apr. 2012
  • Fræðsla

Þjálfaranámskeið í fjarnámi - Creating a culture of excellence

League Managers Association
LMA

KSÍ hefur komist að samkomulagi við LMA (League Managers Association) í Englandi og Sportspath.com um að bjóða þjálfurum á Íslandi upp á þjálfaranámskeið í fjarnámi (í gegnum tölvu). Námskeiðið inniheldur m.a. 6 klukkutíma af vídeóviðtölum við Alex Ferguson, Fabio Capello, David Moyes, Arsene Wenger, Roy Hodgson og Howard Wilkinson og veitir því innsýn í hugmyndafræði margra af bestu þjálfurunum í fótboltanum. Sportspath.com er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjálfaramenntun á netinu.

Námskeiðið leitast við að efla leiðtogahæfni og stjórnunarhæfileika þjálfarans, kemur inn á markmiðssetningu, samskiptahæfileika og fær þjálfarann til að meta sína styrkleika og veikleika. Yfirskrift námskeiðsins er "Creating a culture of excellence".

Þátttakendur þurfa að hafa lokið við KSÍ B gráðuna (UEFA B gráðuna) að lágmarki til að komast inn á námskeiðið.

Námskeiðið telur sem 15 tímar í endurmenntun til að endurnýja KSÍ B og KSÍ A gráðuna. UEFA hefur veitt gæðastimpil sinn á þetta námskeið og námskeiðið er viðurkennt hjá Knattspyrnusamböndum Englands, Írlands, Skotlands og nú Íslands.

Verð 24.400 krónur.

Skráning er hafin hjá fræðsludeild KSÍ.

Best er að skrá sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is með nafni, kennitölu, gsm síma og netfangi. Þegar gengið hefur verið frá greiðslu upp á 24.400 krónur til KSÍ fær þjálfarinn sent notendanafn og lykilorð frá Sportspath.com og fær 100 daga aðgang til að klára námskeiðið.

Alls ætti að taka á milli 15 og 20 tíma að klára þetta námskeið en þjálfarinn hefur 100 daga til að klára námskeiðið.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Hér má sjá dæmi um vídeóviðtal frá námskeiðinu:

http://www.youtube.com/user/LMAmattcamos#p/a/u/1/BQReMq2cRdE

Í viðhengi má sjá frekari upplýsingar á ensku um námskeiðið en allar nánari upplýsingar veitir fræðsludeild KSÍ.

LMA fjarnámskeið