• fös. 20. apr. 2012
  • Landslið

Vináttulandsleikir gegn Skotum hjá A og U23 kvenna

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu
Iceland-womens

Knattspyrnusambönd Íslands og Skotlands hafa komist að samkomulagi um vináttulandsleiki á milli þjóðanna hjá A landsliði kvenna og U23 kvenna.  Leikirnir fara fram í Skotlandi 4. og 5. ágúst næstkomandi.

Báðir hóparnir halda utan fimmtudaginn 2. ágúst en leikur A landsliðanna fer fram 4. ágúst en U23 liðin  leika daginn eftir, sunnudaginn 5. ágúst.  Leikstaðir hafa ekki verið staðfestir en líklegast er að leikirnir fari fram í  Glasgow eða Edinborg.

Stefnt er að því að Skotar endurgjaldi heimsóknina með A landsliði sínum sumarið 2013 og leiki þá hér á landi.