• fös. 20. apr. 2012
  • Landslið

Samstarfssamningur við Icelandair framlengdur

Icelandair
Icelandair-logo-stel

Á miðvikudag undirritaði formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framlengingu á samstarfssamningi KSÍ við Icelandair, og gildir samningurinn því út árið 2014, en fyrri samningur gilti út árið 2013. 

Samningurinn felur í sér víðtækt samstarf sem felst m.a. í því að öll knattspyrnulandslið Íslands ferðast með Icelandair, sem er jafnframt einn af lykilsamstarfsaðilum KSÍ, Alltaf í boltanum með KSÍ.

Við sama tækifæri undirritaði Icelandair samstarfssamninga við ÍSÍ, HSÍ, KKÍ og GSÍ.

Fréttatilkynning Icelandair