• mið. 18. apr. 2012
  • Landslið

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Belgum

UEFA EM U17 kvenna
WU17_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

Stelpurnar í U17 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM sem fram fer í Belgíu.  Mótherjarnir eru heimastúlkur og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir

Hægri bakvörður: Berglind Rós Ágústsdóttir

Vinstri bakvörður: Ella Dís Thorarensen

Miðverðir: Ingunn Haraldsdóttir og Guðrún Arnardóttir

Tengiliðir: Ingibjörg Sigurðardóttir og Rakel Ýr Einarsdóttir

Hægri kantur: Telma Þrastardóttir

Vinstri kantur: Svava Rós Guðmundsdóttir

Sóknartengiliður: Elín Metta Jensen, fyrirliði

Framherji: Oddný Karólína Hafsteinsdóttir

Þess má geta að Glódís Perla Viggósdóttir er í leikbanni í þessum leik vegna tveggja gulra spjalda.

Stelpurnar eiga möguleika á því að komast áfram í úrslitakeppnina en verða þá að vinna sigur á Belgum og treysta á að Sviss hafi ekki sigur gegn Englendingum.  Báðir leikir dagsins hefjast kl. 16:00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með textalýsingu frá þeim á heimasíðu UEFA.

Staðan í riðlinum