• mið. 18. apr. 2012
  • Lög og reglugerðir

Ólöglegur leikmaður hjá Hugin

Huginn
Huginn2

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að Ívar Karl Hafliðason lék ólöglegur með Hugin gegn KFS í Lengjubikar karla þann 15. apríl síðastliðinn.

Leikmaðurinn hlaut sína þriðju áminningu í leik Hvíta Riddarans og Hugins 13. apríl 2012 og átti því að taka út sjálfkrafa leikbann í næsta leik í samræmi við grein 8.2 í reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla 2012

Úrslit leiksins skulu því skráð 0-3 og Huginn sektað um kr. 30.000.