• mið. 18. apr. 2012
  • Lög og reglugerðir

Ólöglegir leikmenn hjá BÍ/Bolungarvík

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Í samræmi við greinar 9.1 og 11. 2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni karla hefur skrifstofa KSÍ staðfest að þeir Gunnlaugur Jónasson og Sölvi G. Gylfason léku ólöglegir með BÍ/Bolungarvík í Lengjubikar karla.  Gunnlaugur lék ólöglegur gegn Fram þann 13. apríl síðastliðinn en Sölvi gegn Haukum, 15. apríl síðastliðinn.

Leikmennirnir höfðu báðir fengið þrjár áminningar áður en að ofangreindum leikjum kom og áttu því að taka út sjálfkrafa leikbann í næsta leik í samræmi við grein 8.2 í reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla 2012

Úrslit leiks Fram og BÍ/Bolungarvíkur standa óbreytt en BÍ/Bolungarvík er sektað um 30.000 krónur.  Úrslit í leik Hauka og BÍ/Bolungarvíkur skulu hinsvegar skráð 3 – 0 og er BÍ/Bolungarvík einnig sektað um 30.000 krónur.