• þri. 17. apr. 2012
  • Dómaramál

Breytingar á knattspyrnulögunum 2012 - Stutt samantekt

Sportmyndir_30P7484
Sportmyndir_30P7484

Alþjóðanefnd FIFA hefur gert nokkrar breytingar á knattspyrnulögunum sem taka gildi 1. júní.  Að venju munu þessar breytingar taka gildi á Íslandi við upphaf Íslandsmótsins/Bikarkeppninnar 1. maí.  Nákvæmur texti verður birtur í nýrri útgáfu af knattspyrnulögunum um leið og endanlegur texti berst frá FIFA. Breytingarnar eru eftirfarandi:

3. grein) Ef dómara er ekki tilkynnt um að varamaður, sem tilgreindur er á leikskýrslu, hafi komið inn á leikvöllinn í upphafi leiks í stað leikmanns sem tilgreindur er í byrjunarliði á leikskýrslu gildir:

  • Dómarinn skal leyfa varamanninum að halda áfram leik
  • Varamaðurinn ekki beittur neinni agarefsingu
  • Ekki dregið úr fjölda heimilaðra skiptinga viðkomandi félags
  • Dómara ber að tilkynna um atvikið til viðeigandi yfirvalda.

4. grein) Ef límband eða svipað efni er notað utan á sokkana verður það að vera sama litar og sá hluti sokkanna sem það hylur (er notað á).

8. grein) Þegar dómari hefur leik að nýju með því að láta knöttinn falla og mark er skorað í framhaldinu gildir:

  • Ef knettinum er spyrnt rakleiðis í mark andstæðinganna er markspyrna dæmd.
  • Ef knettinum er spyrnt rakleiðis í mark liðs spyrnandans er mótherjunum dæmd hornspyrna.

Einnig voru nokkrar orðalagsbreytingar (ekki efnislegar) gerðar á lögunum sem verða uppfærðar þegar endanlegur texti berst frá FIFA.

Nánari útskýringar á þessum breytingum má sjá hér að neðan.

Breytingar á knattspyrnulögunum 2012