• fös. 13. apr. 2012
  • Landslið

U17 kvenna - Enskar lagðar í Leper

UEFA EM U17 kvenna
WU17_Landscape_Master_Dark_cmyk-01

Stelpurnar í U17 lögðu England í dag í fyrsta leik liðsins í milliriðli EM.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og skoraði Sandra María Jessen markið á 14. mínútu leiksins en leikið var í Leper í Belgíu.

Sannarlega góð byrjun hjá stelpunum sem höfðu í fullu tré við sterkt enskt lið allan leikinn og innbyrtu sanngjarnan sigur þó svo að enska liðið hafi lagt allt í sölurnar í lokin.

Í hinum leik riðilsins gerðu Sviss og Belgía jafntefli í hörkuleik, 3 - 3.  Ísland er því í efsta sæti riðilsins eftir fyrstu umferðina en efsta þjóðin tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Sviss í sumar.

Næsti leikur Íslands er gegn Sviss og fer hann fram á sunnudag kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Staðan í riðlinum