• fös. 13. apr. 2012
  • Landslið

U17 kvenna - Byrjunarliðið gegn Englandi

UEFA EM U17 kvenna
WU17_Landscape_Master_White_cmyk-01

Stelpurnar í U17 hefja í dag leik í milliriðli EM en leikið er í Belgíu.  Mótherjarnir í dag eru Englendingar og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Á undan leika heimastúlkur gegn Sviss.

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag og er það þannig skipað:

Markvörður: Berglind Hrund Jónasdóttir

Hægri bakvörður: Berglind Rós Ágústsdóttir

Vinstri bakvörður: Ella Dís Thorarensen

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir

Tengiliðir: Andrea Rán Hauksdóttir og Rakel Ýr Einarsdóttir

Hægri kantur: Telma Þrastardóttir

Vinstri kantur: Lára Einarsdóttir

Sóknartengiliður: Sandra María Jessen

Framherji: Svava Rós Guðmundsdóttir

Minnt er á textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA