• mið. 11. apr. 2012
  • Landslið

Karlalandsliðið í 131. sæti á styrkleikalista FIFA

Coca-Cola styrkleikalisti FIFA fyrir karlalandslið
fifaworldranking2008

A landslið karla er í 131. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA og hefur aldrei verið neðar á listanum.  Liðið fellur um tíu sæti frá því listinn var síðast gefinn út.  Spánn er sem fyrr í efsta sætinu, á meðan Þýskaland og Úrúgvæ fara upp fyrir Hollendinga í næst tvö sæti.

Af þeim löndum sem Ísland er með í riðli í undankeppni HM 2014 er það að segja að Sviss er í 18. sæti, Noregur í 24. sæti, Slóvenía í 28. sæti, Albanía er í 84. sæti og Kýpur er í 133. sæti.

Íslenska liðið mætir Frökkum og Svíum í vináttulandsleikjum ytra í maí, en þessi lið eru í 16. og 17. sæti listans.  Loks eru það frændur okkar og vinir, Færeyingar, sem mæta á Laugardalsvöllinn í ágúst, en þeir sitja í 118. sætinu.

Styrkleikalisti FIFA