• fim. 05. apr. 2012
  • Landslið

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Frökkum

2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu
2012-U19kv-byrjunarlid-gegn-Rumeniu

Stelpurnar í U19 leika í dag lokaleik sinn í milliriðli EM en leikið er í Hollandi.  Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið byrjunarliðið fyrir leikinn sem hefst kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Ísland hefur eitt stig eftir 2 leiki en Rúmenar hafa þegar tryggt sér sigurinn í riðlinum.  Byrjunarliðið er þannig skipað:

Markvörður:  Guðrún Valdís Jónsdóttir

Hægri bakvörður: Sigríður Lára Garðarsdóttir

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði og Telma Ólafsdóttir

Vinstri bakvörður: Sóley Guðmundsdóttir

Tengiliðir: Írunn Aradóttir og Anna María Baldursdóttir

Hægri kantur: Ásta Eir Árnadóttir

Vinstri kantur: Guðmunda Brynja Óladóttir

Sóknartengiliður: Katrín Gylfadóttir

Framherji: Elín Metta Jensen.

Minnt er á textalýsingu frá leiknum á heimasíðu UEFA.

Staðan í riðlinum