U17 kvenna - Hópurinn er leikur í milliriðli í Belgíu
Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er heldur til Belgíu og leikur þar í milliriðli EM. Leikirnir fara fram dagana 13. - 18. apríl en auk heimastúlkna leika í riðlinum England og Sviss. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Englandi, föstudaginn 13. apríl.
Efsta þjóðin í riðlinum tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Sviss að þar leika fjórar þjóðir um Evrópumeistaratitilinn.