• mán. 02. apr. 2012
  • Dómaramál

Aðgönguskírteini fyrir dómara 2012

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

 

Þeir dómarar sem dæmt hafa tilskilinn fjölda leikja og hafa sent skrifstofu KSÍ mynd af sér, geta sótt aðgönguskírteini sín á skrifstofu KSÍ.  Öruggara er þó að hringja á undan sér og fá staðfest að skírteinið sé tilbúið.

Þeir sem ekki hafa sent inn mynd eru hvattir til þess að gera það hið fyrsta á ksi@ksi.is.  Athugið að skrifstofa KSÍ geymir ekki myndir frá fyrri árum.

Í reglugerð KSÍ um aðgönguskírteini, grein 2.2 segir:

2.2. Aðgönguskírteini A skal gefið út til lands-, héraðs- og unglingadómara, sem luku a.m.k. 15 störfum árið áður eða 20 störfum á undangengnum tveimur árum. Unglingadómarar á fyrsta starfsári skulu þó fá aðgönguskírteini A að loknum 10 störfum.