• lau. 31. mar. 2012
  • Landslið

U17 karla - Dregið í riðla úrslitakeppninnar á miðvikudaginn

UEFA EM U17 karla
U17_Portrait_Master_Dark_cmyk-01

Miðvikudaginn 4. apríl verður dregið í riðla í úrslitakeppni EM U17 karla en dregið verður í Slóveníu þar sem keppnin fer fram.  Í dag varð ljóst hvaða þjóðir munu verða í hattinum en eins og kunnugt hefur íslenska liðið tryggt sér þátttökurétt í keppninni.

Ásamt Íslandi og heimamönnum í Slóveníu verða í hattinum: Holland, Þýskaland, Frakkland, Pólland og Belgía.  Áttunda og síðasta þjóðin sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í dag er svo Georgía.  Kom sigur þeirra í riðlinum nokkuð á óvart en þeir léku gegn Úkraínu, Englandi og Spáni.

Heimamenn í Slóveníu munu leika í B riðli en aðrar þjóðir fara í hattinn og eru engin önnur skilyrði við dráttinn.

Keppnin á uefa.com