• lau. 31. mar. 2012
  • Landslið

A landslið kvenna - Stelpurnar halda til Belgíu í fyrramálið

UEFA EM A-landsliða kvenna
uefa-weuro-2013-small

Framundan hjá A landsliði kvenna er gríðarlega mikilvægur leikur í undankeppni EM 2013 en þá sækir íslenska liðið það belgíska heim.  Leikið verður í Dessel í Belgíu en þarna mætast þjóðirnar í efstu tveimur sætum riðilsins.

Ísland er í efsta sætinu með 13 stig eftir fimm leiki en Belgar með 11 stig eftir sex leiki og geta því hreppt efsta sætið með sigri.  Norðmenn eru svo í þriðja sæti með 9 stig eftir fimm leiki eftir að hafa lagt Búlgari að velli í dag, 0 - 3.  Norðmönnum gekk illa að brjóta varnarmúr heimastúlkna og kom fyrsta markið ekki fyrr en á 70. mínútu.  Tvö mörk bættust svo við í uppbótartíma og öruggur sigur í höfn.

Íslenski hópurinn heldur utan í fyrramálið en Belgar hafa tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi og má sjá hann neðst í fréttinni.

Þegar þjóðirnar mættust á Laugardalsvelli í fyrri leik þjóðanna í riðlinum lyktaði leiknum með markalausu jafntefli.  Íslenska liðið sótti mun meira í leiknum en Belgar vörðust af skynsemi og voru oft ógnandi í skyndisóknum.  Það er því ljóst að um gríðarlega erfiðan leik verður að ræða í Dessel á miðvikudaginn.

Belgíski hópurinn