• fös. 30. mar. 2012
  • Landslið

U19 kvenna - Byrjunarliðið gegn Hollandi

U19-i-Hollandi
U19-i-Hollandi

Stelpurnar í U19 leika á morgun, laugardaginn 31 mars, sinn fyrsta leik í milliriðli EM.  Riðillinn er leikinn í Hollandi og eru heimastúlkur einmitt fyrstu mótherjar Íslands í riðlinum.  Leikurinn hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.  Hinar þjóðirnar í riðlinum, Frakkar og Rúmenar, mætast einnig og hefst leikur þeirra kl. 13:00.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn og er það þannig skipað:

Markvörður:  Þórdís María Aikman

Hægri bakvörður: Fjolla Shala

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Telma Ólafsdóttir

Vinstri bakvörður: Sandra María Jessen

Tengiliðir: Lára Kristín Pedersen og Anna María Baldursdóttir

Hægri kantur: Elín Metta Jensen

Vinstri kantur: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Sóknartengiliður: Írunn Aradóttir

Framherji: Telma Þrastardóttir

Minnt er á að hægt er að fylgjast með textalýsingu af leiknum á heimasíðu UEFA.