Dómaraskiptaverkefni KSÍ og FA
FIFA-dómararnir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín halda Englands til um mánaðamótin, taka þátt í ströngum æfingum og dæma leiki í Nike Youth Cup, sem er mót hjá unglingaliðum félaganna í ensku úrvalsdeildinni. Þessi verkefni eru liðir í dómaraskiptaverkefni á milli Knattspyrnusambanda Íslands og Englands.
Þá mun enski dómarinn Andy Davies koma hingað til lands í sumar og starfa á þremur leikjum í íslensku deildakeppninni.
Andy átti feril sem leikmaður og var á mála hjá Maidstone, Gillingham, Portsmouth og Yeovil, áður en hann þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla árið 2003, aðeins 28 ára gamall, en þá tók dómaraferillinn við.