Knattspyrnudómarar söfnuðu 600 þúsund krónum í Mottumars
Félag deildadómara stóð fyrir sérstöku söfnunarátaki innan sinna raða í mars, til stuðnings hinu vel þekkta átaki Mottumars. Söfnunin fór þannig fram að dómararnir gáfu laun sín af leikjum í Lengjubikarnum og söfnuðust þannig alls kr. 600.000.
Fulltrúum Krabbameinsfélagsins var formlega afhent upphæðin í höfuðstöðvum KSÍ í dag, fimmtudag, og var það forstjóri Krabbameinsfélagsins, Ragnheiður Haraldsdóttir, sem tók við framlaginu frá fulltrúum knattspyrnudómara, þeim Sigurði Óla Þórleifssyni, Þorvaldi Árnasyni og Frosta Viðari Gunnarssyni.