Sigurði Óla boðið á Dallas Cup
Sigurði Óla Þorleifssyni hefur verið boðið af bandaríska knattspyrnusambandinu til þess að starfa á Dallas Cup, 1. - 8. apríl. Þetta er í 33. skiptið sem mótið er haldið en það þykir með því sterkara sem haldið er í yngri flokkum á hverju ári.
Dómurum víðsvegar af er boðið á þetta mót og m.a. kemur ætíð einn dómari sem dæmir í ensku úrvalsdeildinni.
Mörg þekkt félög taka þátt í þessu mót, t.a.m. Manchester United, Everton og PSG svo einhver séu nefnd.