• mið. 28. mar. 2012
  • Fræðsla

Markmannsskóli KSÍ á Akranesi

Frá leik Íslands og Noregs í undankeppni EM, 17. september 2011
KSI_2011_Akv-06-140

 

Í ár ætlar Knattspyrnusamband Íslands að bjóða upp á Markmannsskóla KSÍ. Markmannsskólinn verður fyrir stúlkur og drengi í 4. aldurflokki og verður með svipuðu sniði og Knattspyrnuskóli KSÍ.

Kennarar við skólann eru fremstu markmannsþjálfarar landsins og tilgangur skólans er að efla markmannsþjálfun hjá félögunum auk þess sem skólinn á að virka hvetjandi fyrir þá leikmenn sem vilja leggja fyrir sig markvörslu.  Boðið verður upp á æfingar, fyrirlestra og góðir gestir koma í heimsókn.

Félög sem starfrækja 4. flokk drengja og/eða stúlkna geta tilnefnt tvo drengi og tvær stúlkur hvert. Markmannsskóli stúlkna verður dagana 22. – 24. júní og Markmannskóli drengja verður 29. júní – 1. júlí.

Verð fyrir hvern þátttakanda er kr. 10.000,- sem skal greiðast fyrir brottför (reikn. 0101-26-700400 kt. 700169-3679). Innifalið er gisting með fullu fæði, ásamt ferðum Reykjavík-Akranes-Reykjavík.

Þann 14. maí verður aðildarfélögum sent þátttökueyðublað ásamt frekari upplýsingum varðandi markmannsskólann.