• þri. 27. mar. 2012
  • Fræðsla

Nemar úr Grundarskóla í starfskynningu

IMG_4826
IMG_4826

Albert Hafsteinsson, Daníel Þór Heimisson og Tryggvi Hrafn Haraldsson, nemendur 10. bekkjar  Grundaskóla á Akranesi komu í starfskynningu hjá okkur, þriðjudaginn 27. mars. Þeir kynntu sér starfssemi knattspyrnusambandsins frá öllum hliðum.  Sigurður Ragnar tók við þeim um morguninn og sýndi þeim hlutverk sitt og vinnuaðstöðu.  Því næst kíktu þeir á starfsmenn okkar sem fræddu þá um starfsemina.  Meðal annars hlutverk vallarstjóra, fjölmiðlafulltrúa og framkvæmdastjóra.

Þeir voru látnir taka tvenns konar próf, annarsvegar dómarapróf og hinsvegar próf um knattspyrnuvelli á Íslandi. Það er óhætt að segja að þeir stóðu sig með prýði.

Strákarnir skemmtu sér vel og við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.  Knattspyrnusambandið óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

Unnið af nemum í Grundarskóla