• mán. 26. mar. 2012
  • Landslið

A kvenna - Hópurinn sem mætir Belgum í undankeppni EM

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu
Iceland-womens

 

Sigurður Ragnar Eyjólfsson  landsliðsþjálfari A kvenna tilkynnti í dag, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, hópinn er mætir Belgum í undankeppni EM 2013.  Leikurinn fer fram á KFC Dessel Sport vellinum í Dessel, miðvikudaginn 4. apríl kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir baráttuna um sæti í úrslitakeppni EM 2013 í Svíþjóð en íslenska liðið er í efsta sæti riðilsins og Belgar koma þar á eftir.  Með sigri geta Belgar komist í toppsætið en þeir eru með 11 stig eftir sex leiki en Ísland hefur 13 stig eftir fimm leiki.

Þessar þjóðir mættust í þessari keppni á Laugardalsvelli í september og lauk leiknum með markalausu jafntefli.  Það var fyrsta viðureign þjóðanna hjá A landsliðum kvenna en Ísland hefur enn ekki haft sigur af Belgum í neinum landsliðum kvenna en viðureignirnar til þessa eru einungis fjórar.

Landsliðshópurinn er nokkuð reyndur, einungis þrír leikmenn af átján sem hafa leikið færri en 10 landsleiki.  Þar er fyrirliðinn, Katrín Jónsdóttir, auðvitað fremst í flokki með 115 landsleiki en næstar eru Edda Garðarsdóttir með 89 leiki og Þóra Helgadóttir með 84 leiki.

Hópurinn

Staðan í riðlinum