• fim. 22. mar. 2012
  • Landslið

U17 karla - Frækinn sigur á Skotum

2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum
2012-U17-karla-milliridill-EM-gegn-Donum

Strákarnir í U17 unnu frækinn sigur á Skotum í kvöld í milliriðli EM en riðillinn er leikinn í Skotlandi.  Lokatölur urðu 1 - 0 fyrir Ísland og gerði Kristján Flóki Finnbogson eina mark leiksins í byrjun síðari hálfleiks.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi enda mikið í húfi þar sem aðeins efsta sæti riðilsins sem gefur sæti í úrslitakeppni EM.  Eftir markalausan fyrri hálfleik þá skoraði Kristján Flóki markið sem skildi að eftir aðeins rúmar tvær mínútur í þeim seinni.  Við tók mikil spenna en strákarnir héldu það út og fögnuðu vel í leikslok.

Ísland mætir Litháen í lokaleiknum á sunnudaginn en Litháar eru stigalausir eftir 1 - 3 tap gegn Dönum í kvöld.  Danir og Íslendingar eru því jöfn að stigum með 4 stig á toppnum en markatala Dana er betri sem stendur.  Það er því mikil spenna fyrir lokaumferðina en leikirnir hefjast kl. 15:00 að íslenskum tíma.