Níu þátttökuleyfi gefin út á seinni fundi leyfisráðs
Leyfisráð fundaði öðru sinni í yfirstandandi leyfisferli miðvikudaginn 21. mars og tók þá ákvarðanir um leyfisveitingu til þeirra félaga sem voru með útistandandi atriði á fyrri fundi ráðsins 13. mars. Öll félögin höfðu klárað sín mál og var því fjórum félögum í 1. deild og fimm í Pepsi-deild veitt þátttökuleyfi samkvæmt upplýsingunum hér að neðan.
Þar með hafa leyfisumsóknir allra þeirra 24 félaga sem leika í efstu tveimur deildum karla verið samþykktar, en 15 þátttökuleyfi voru gefin út á fyrri fundi ráðsins. Þess má jafnframt geta að leyfisveiting Vals var leiðrétt frá fyrri fundi.
Neðangreindum félögum voru veitt þátttökuleyfi:
Pepsi-deild
Fram
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Fylkir
Þátttökuleyfi veitt.
Félagið hefur fengið þátttökuleyfi útgefið af leyfisráði, en leyfið er veitt miðað við að gerðar verði úrbætur á mannvirkjum (áhorfendaaðstöðu) innan tiltekinna tímamarka. Þau tímamörk hafa verið kynnt félaginu.
Krafa um menntun þjálfara yngri flokka ekki uppfyllt. Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.
ÍBV
Þátttökuleyfi veitt.
Félagið hefur fengið þátttökuleyfi útgefið af leyfisráði, en leyfið er veitt miðað við að gerðar verði úrbætur á mannvirkjum (áhorfendaaðstöðu) innan tiltekinna tímamarka. Þau tímamörk hafa verið kynnt félaginu.
Krafa um menntun þjálfara yngri flokka ekki uppfyllt. Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.
Selfoss
Þátttökuleyfi veitt.
Félagið hefur fengið þátttökuleyfi útgefið af leyfisráði, en leyfið er veitt miðað við að gerðar verði úrbætur á mannvirkjum (áhorfendaaðstöðu) innan tiltekinna tímamarka. Þau tímamörk hafa verið kynnt félaginu.
Stjarnan
Þátttökuleyfi veitt.
Krafa um menntun þjálfara yngri flokka ekki uppfyllt. Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.
Valur - Leiðrétting
Þátttökuleyfi leiðrétt frá fyrri fundi leyfisráðs.
Valur uppfyllir kröfu um menntun þjálfara yngri flokka og er þátttökuleyfi því veitt án athugasemda.
1. deild
Leiknir R.
Þátttökuleyfi veitt án athugasemda.
Tindastóll
Þátttökuleyfi veitt.
Félagið er nýliði í leyfiskerfinu og er því á eins árs aðlögun að þeim kröfum sem þar eru gerðar. Félaginu er bent á að fyrir keppnistímabilið 2013 þarf að vera tryggt að félagið uppfylli allar lykilkröfur.
Víkingur R.
Þátttökuleyfi veitt.
Krafa um menntun þjálfara yngri flokka ekki uppfyllt. Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.
Þróttur R.
Þátttökuleyfi veitt.
Verulegur dráttur var á skilum á fjárhagsgögnum. Málinu verður vísað til aga- og úrskurðarnefndar, sem ákveður viðurlög.