U17 karla - Jafntefli í hörkuleik gegn Dönum
Strákarnir í U17 hófu í kvöld leik í milliriðli EM en leikið er í Skotlandi. Fyrsti leikur liðsins var við Dani og lyktaði leiknum með jafntefli, 2 - 2, eftir að markalaust hafði verið í leikhléi.
Um hörkuleik var að ræða en eftir markalausan fyrri hálfleik þá komust Danir yfir eftir aðeins tvær mínútur í síðari hálfleiknum. Það liðu hinsvegar ekki nema fimm mínútur þangað til að Daði Bergsson hafði jafnað leikinn. Aftur komust Danir yfir, nú átta mínútum eftir jöfnunarmark Íslendinga. Liðu nú heilar 20 mínútur að næsta marki leiksins. Þar var að verki Gunnlaugur Birgisson en hann hafði komið inn sem varamaður aðeins þremur mínútum áður. Markið kom því fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma og þar við sat.
Næsti leikur Íslendinga í riðlinum verður gegn Skotum á fimmtudaginn en Skotar lögðu Litháa í kvöld, 1 - 0. Efsta þjóðin í riðlinum mun komast í úrslitakeppnina.